Aðalfundur 14.05.2015

Aðalfundur Félags stjórnsýslufræðinga var haldinn í Háskóla Íslands, fimmtudaginn 13. maí kl. 16.00.

Mættir eru tólf félagar, þar af fjórir nemendur sem eru að ljúka námi í Opinberri stjórnsýslu.
Áður en gengið verður til hefðbundinna aðalfundarstarfa hélt Gestur Páll Reynisson erindi um „ Hverjir verða aðstoðarmenn ráðherra“. Erindið er byggt á grein sem Gestur ritaði í samstarfi við Dr. Ómar H. Kristmundssyni og birtist í ritinu Stjórnmál og stjórnsýsla. Góðar umræður sköpuðust um erindið.
Dagskrá fundar:

  1. Setning fundar, kosning fundarstjóra og fundarritara

Elvar Örn Arason, formaður, setti fundinn. Fundurinn samþykkti Elvar einnig sem fundarstjóra. Bergný Jóna Sævarsdóttir var kosin ritari.

  1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári

Elvar fór yfir skýrslu stjórnar og sagði m.a. frá því að félagið mun á næsta ári fagna 10 ára afmæli sínu og leggur til að ný stjórn komi á afmælisnefnd til að fagna áfanganum. Rósa Guðrún Bergþórsdóttir sem starfað hefur í stjórn félagsins frá árinu 2010 lætur nú af þeim störfum en hefur lýst vilja sínum til að starfa með afmælisnefndinni.

Elvar sagði einnig frá samstarfi við önnur félög, frá hádegisfundi félagsins sem haldin var á haustmánuðum og tókst mjög vel og frá innra starfi félagsins.

  1. Ársreikningur félagsins

Gestur Páll Reynisson, gjaldkeri, fór yfir reikninga félagsins. Félagið stendur nokkuð vel og ánægja ríkir með það að til sé sjóður til að nýta á 10 ára afmælisárinu.

  1. Ákvörðun félagsgjalds

Tillaga stjórnar um að halda sömu félagsgjöldum var samþykkt.

  1. Kosning stjórnar

Elvar gaf kost á sér sem áframhaldandi formaður félagsins. Aðrir í stjórn eru: Gestur Páll Reynisson, Guðbjörn Guðbjörnsson, Bergný Jóna Sævarsdóttir og Dóra Magnúsdóttir.

Varamenn í stjórn eru: Hildur Jörundsdóttir og Daldís Ýr Guðmundsdóttir.

Rósu Guðrúnu Bergþórsdóttur eru þökkuð góð störf í þágu félagsins.

Margrét Kaldalón Jónsdóttir gefur einnig kost á sér í að starfa með félaginu og lýsti fundurinn ánægju sinni með það. Mun hún sitja í afmælisnefnd.

  1. Kosning endurskoðenda

Margrét S. Björnsdóttir og Kristinn Örn Valdimarsson voru endurkjörin sem skoðunarmenn reikninga.

  1. Önnur mál.

Spurt var um það hvort hægt sé að taka upp fundi sem félagið stendur fyrir og varpa út. Núverandi stjórn hefur kannað þennan möguleika sem taldist of dýr. Möguleiki er þó að taka upp hljóð á fundum sem haldnir eru í Háskóla Íslands og er það möguleiki sem mun vera skoðaður á nýju starfsári.

 

 

Að fundi loknum var boðið uppá léttar veitingar í Stúdentakjallaranum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *