Stjórnarfundur 16.04.2015

Stjórnarfundur hjá Félagi stjórnsýslufræðinga, 16. apríl 2015

Staður: Tollstjóri, Tryggvagata 19

Tími: 12.00

Mætt: Elvar Örn Arason sem ritaði fundargerð, Daldís Ýr Guðmundsdóttir, Bergný Jóna Sævarsdóttir, Gestur Páll Reynisson og Guðbjörn Guðbjörnsson.

Dagskrá:

Fundargerð síðasta fundar

Fundargerðin var samþykkt

Aðalfundur í maí

Ákveðið var að halda stjórnarfund um miðjan maí. Miðvikudagurinn 13. maí var talinn heppileg dagsetning. Stjórnin mun leggja til að félagsgjald verði óbreytt og leggur ekki til lagabreytingar. Fram kom sú tillaga að bjóða nemendum í stjórnsýslufræði að mæta á aðalfundinn og hittast í Stúdentakjallaranum að loknum fundi. Félagið ætlar að bjóða upp á veitingar. DM ætlar að taka að sér að hafa samband við veitingastaðinn og fá tilboð. GPS mun panta stofuna í Odda. Áður en gengið verður til hefðbundinna aðalfundarstarfa heldur  Gestur Páll Reynisson, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála, erindi, sem ber titilinn Hverjir verða aðstoðarmenn ráðherra?

EÖA mun hafa samband við Hildi og biðja hana um að kynna samdrykkju félagsins og nemenda eftir aðalfundinn.

Fréttabréf

EÖA ætlar að útbúa fréttabréf til að senda á félagsmenn. Það mun kynna aðalfund félagsins og segja frá því helsta sem gerðist á árinu.

Fleira var ekki rætt

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *