Stjórnarfundur 08.01.2015

Stjórnarfundur hjá Félagi stjórnsýslufræðinga, 8. janúar 2015

Staður: Tollstjóri

Tími: 12.00

Mætt: Bergný Jóna Sævarsdóttir sem ritaði fundargerð, Elvar Örn Arason, Guðbjörn Guðbjörnsson og Dóra Magnúsdóttir. Daldís Ýr Guðmundsdóttir og Gestur Páll Reynisson boðuðu forföll.

 

Innheimta félagsgjalda 

Elvar mun hafa samband við gjaldkera.

Samstarf við Félag stjórnmálafræðinga.

Elvar hefur verið í sambandi við formann félagsins um samstarf félaganna og mun fá Gest Pál til þess að ganga í málið með sér.

Fundir á vorönn

Hugmyndir eru um að halda fund um eftirlitsstofnanir og þá í samstarfi við fleiri félög.

Einnig voru ræddar hugmyndir um að halda fund um umsókn Íslands að Evrópusambandinu.

Alþjóðamálastofnun og Evrópustofa vinna að undirbúningi fundar og er möguleiki á þátttöku félagsins á þeim fundi.

Fréttabréf

Bergný og Dóra ætla að gera drög að spurningum fyrir fréttabréf félagsins þar sem hugmyndin er að taka reglulega viðtal við stjórnmálafræðing í áhugaverðu starfi. Með því verður reynt að sýna fram á fjölbreytileika innan stéttarinnar.

Önnur mál

Leiðarljós

Dóra ætlar að vinna drög að leiðarljósi félagsins til að skerpa á hlutverki þess.

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *