Stjórnarfundur 27. nóvember 2014

Stjórnarfundur hjá Félagi stjórnsýslufræðinga, 27. nóvember 2014

Staður: Háskóli Íslands

Tími: 17.00

Mætt: Bergný Jóna Sævarsdóttir sem ritaði fundargerð, Daldís Ýr Guðmundsdóttir, Elvar Örn Arason, Gestur Páll Reynisson og Guðbjörn Guðbjörnsson.

Hádegisfundur lekamálið lærdómur

Hádegisfundur félagsins um lærdóm af lekamálinu var ræddur. Almenn ánægja var með fundinn þó svo að mæting hafi verið verri búist var við. Fundarmenn voru ánægðir með umfjöllun Spegilsins um fundinn og viðtöl við framsögumenn. Talsverður kliður og ónæði var í salnum á meðan á fundinum stóð og þótti salurinn henta illa.

 

Næsti hádegisfundur félagsins 

Elvar kynnti nýja skýrslu á vegum forsætisráðuneytisins um bætta starfshætti eftirlitsstofnana. Forsætisráðherra skipaði vinnuhóp sem falið var að fara yfir lög, reglur og stjórnsýslu mikilvægra eftirlitsstofnana og meta hvernig viðmið um vandað regluverk og stjórnsýslu eru uppfyllt með einföldun, samræmi og skilvirkni að markmiði. Jafnframt var hópnum falið að móta sýn á bestu framkvæmd varðandi starfshætti eftirlitsstofnana. Gestur nefndi að Stofnun stjórnsýslufræða hefði áhuga á að halda hádegisfund sem fjallaði um hlutverk eftirlitsstofnanna. Stefnt var að fundi í upphafi næsta árs og félagið yrði boðið að vera aðili að fundinum. Framlag félagsins gæti ef til vil falist í fundarstjórn. Elvar nefndi að það gæti verið áhugavert að fá tvær eftirlitsstofnanir til að segja frá því hvernig þær væru að bregðast við þessum nýjum áherslum sem koma fram í skýrslum OECD um hlutverk eftirlitsstofnanna. Auk þess nefndi Elvar að Tollstjóri væri með umbótarverkefni í burðarliðnum sem falla vel að þessari nýja nálgun í eftirliti.

 

Innheimta félagsgjalda 2014/2015

Stefnt er að því að senda út greiðsluseðli til félagsmanna á næstu dögum og mun innheimta félagsgjalda líklega skila félaginu rúmlega 100.000 kr. í tekjur miðað við síðustu ár. Gestur mun kynna stöðu mála á næsta stjórnarfundi.

Félagaskráin og nýir félagar

Engir nýir félagar. Elvar ætlar að nálgast bréfið sem sent var á nýútskrifaða í fyrra og senda á ný útskrifaða

Önnur mál

Samstarf við Félag stjórnmálfræðinga rætt.

 

Fundi slitið og haldið var á jólagleði stjórnarinnar sem haldin var á Stúdentakjallaranum.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *