Stjórnarfundur 06.09.2014

Stjórnarfundur hjá Félagi stjórnsýslufræðinga, 6. september 2014

Staður: Evrópustofa, Suðurgata 10

Tími: 10.00-13.00

Mætt: Bergný Jóna Sævarsdóttir sem ritaði fundargerð, Daldís Guðmundsdóttir, Dóra Magnúsdóttir, Elvar Örn Arason, Gestur Páll Reynisson og Guðbjörn Guðbjörnsson.

1.       Fundargerð síðasta fundar

Farið yfir fundargerð síðasta fundar og hlutverk stjórnarmanna á komandi starfsári.

2.       Nýir félagar

Hugmynd að mótun ferla fyrir skráningu nýrra félaga. BJS og DG gera tillögur.

Einnig þarf að útbúa lýsiskjöl fyrir helstu hlutverk stjórnarmeðlima. BJS og DG.

Tillaga um að formaður og varaformaður heimsæki nemendur í opinberri stjórnsýslu að vori, fyrir aðalfund og kynni fyrir nemendum sem eru að ljúka námi starfsemi og hlutverk félagsins.

Bréf verður sent nýútskrifuðum nemendum í október (vor og haust útskrift). EÖA.

 

  • 3.       Fræðslukannanir og samstarf við EHÍ

Mikilvægt að viðhalda samstarfi við EHÍ og sambærilegr stofnanir. GPR kannar stöðuna og möguleika fyrir árið.

Mikilvægt er að félagið haldi áfram að leggja áherslu á að framboð í opinberri stjórnsýslu sé til staðar við EHÍ.

 

  • 4.       Útgáfa fréttabréfs í byrjun strfsárs

BJS, DG og DM í ritstjórn. Lögð áhersla á að fréttabréf félagsins fari út reglulega.

Í þessu sambandi þarf að fara yfir netfangalista félagsins. Félagið vill geta sent fréttabréf á fleiri en félagsmenn, þ.á.m. fjölmiðla.

5.       Önnur mál

Ályktanir

Umræða um ályktanir félagsins og mikilvægi þess að félagið grípi inn í umræðuna þegar færi gefst. Dæmi um þetta eru t.d. menntunarkröfur í stöður hins opinbera og hjá sveitarfélögum.

Gardína með merki félagsins. Samþykkt var að kaupa „gardínu“ með merki félagsins. EÖA.

Ekki verða keyptir fánar að svo stöddu. Elvar nefndi að það gæti kannski þurft að kaupa þjónustu til að setja merki félagsins á smekklegan hátt.

Stefnumótunarfundur

Stefnumótunarfundur var haldinn í framhaldi af fundi stjórnar þar sem fjallað var um mögulega fundi ársins og samstarf við önnur félög.

Hvað ætlum við að gera á árinu?

Félagið leggur áherslu á að halda reglulega fundi á árinu, að eigin frumkvæði eða í samstarfi við önnur félög, t.d. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag forstoðumanna. Báðir aðilar eru jákvæðir fyrir samstarfi. Stefnt er að því að halda a.m.k tvo fundi á starfsárinu, þann fyrsta í lok september.

Ræddar voru hugmyndir af fundarefnum, samstarfsaðilum og framsögumönnum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *