Stjórnarfundur 19. 06.2014

Stjórnarfundur hjá Félagi stjórnsýslufræðinga , 19. júní 2014

Staður: Tryggvagata 19, Tollhúsið, 1. hæð.

Tími: 12.00-13.00

Mætt: Bergný Jóna Sævarsdóttir sem ritaði fundargerð, Daldís Guðmundsdóttir, Elvar Örn Arason og Guðbjörn Guðbjörnsson.

  1. 1.       Ný skipan stjórnar

Í stjórn félagsins eru: Elvar Örn Arason, formaður,  Bergný Jóna Sævarsdóttir, Gestur Páll Reynisson, Guðbjörn Guðbjörnsson og Dóra Magnúsdóttir. Í varastjórn eru: Daldís Ýr Guðmundsdóttir og Rósa Bergþórsdóttir

  1. 2.       Verkaskipting stjórnar

Stjórn skipti með sér verkum á eftirfarandi hátt.

Elvar Örn Arason var kosinn formaður á aðalfundi félagsins.

Varaformaður og gjaldkeri: Gestur Páll Reynisson

Félagaskrá: Guðbjörn Guðbjörnsson

Vefstjóri og umsjón fréttabréfa: Dóra Magnúsdóttir

Ritari: Bergný Jóna Sævarsdóttir

  1. 3.       Nýir félagsmenn

Formanni er falið að útbúa bréf til nýrra stjórnsýslufræðinga þar sem þeim er boðin aðild að félaginu ásamt hamingjuóskum.

  1. Stefnumótunarfundur í haust

Stefnt er að stefnumótunarfundi 7. september 2014.

  1. 5.       Starfið framundan

Stefnt er að hádegisfundum líkt og á síðasta starfsári. Hugmyndir eru um að hafa einn að hausti og annan að vori. Einnig er vilji til að halda stærri ráðstefnu eða málstofu.

Ræddar voru hugmyndir að fundarefni þar sem byggðarpólitík, skattaívilnanir og rafræn stjórnsýsla var m.a. nefnt.

  1. 6.       Önnur mál 

Elvar ætlar að koma með hugmyndir/sýnishorn af kynningarspjaldi/gardínu fyrir félagið og fá tilboð.

Bergný ætlar að athuga leiðbeiningar um hlutverk innan stjórnar og kanna hvernig heimasvæði Félags um skjalastjórn er sett upp og kynna fyrir stjórn.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *