Aðalfundur 22.05.2014

Aðalfundur Félags stjórnsýslufræðinga verður haldinn fimmtudaginn 22. maí kl. 16 í stofu 101 í Odda. Áður en gengið verður til hefðbundinna aðalfundarstarfa heldur dr. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði erindi um bók sína Iceland and the International Financial Crisis: Boom, Bust and Recovery. Í erindinu sem hann nefnir Togstreita íslenskra stjórnmála — áhrif pólitískrar sjálfsmyndar á efnahagsstjórnmál landsins fjallar hann um hrunið og áhrif þess og afleiðingar á samfélagið.

Góðar umræður í lok fyrirlesturs.

Mættir eru: 9 félagar

Stungið uppá Guðbirni Guðbjörnssyni sem fundarstjóra. Sem kynnti framsögumann fundarins, dr. Eirík Bergmann.

Dagskrá fundar:
1.        Setning fundar, kosning fundarstjóra og fundarritara

8. fundur Félags stjórnsýslufræðinga settur af Guðbirni.
2.        Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári

Rósa fór yfir skýrslu stjórnar og flutti lokaorð og kveðju sína.

Rósu þökkuð góð störf í þágu félagsins.
3.        Ársreikningur félagsins

Gestur Páll Reynisson fór yfir reikninga félagsins.

Gestur leggur til að reikningar félagsins miðið við um 15. maí.

Leiðrétta þarf reikninginn frá því í fyrra. Lógóið tvíreiknað.

Gestur fer í að laga gamla reikninginn. Verður lagfært með athugasemd á heimasíðu.

Endurskoðendur samþykktu reikninga.

Ábending – ársreikningurinn ekki með samanburð á milli ára.
4.        Ákvörðun félagsgjalds

Ákvörðun um að halda félagsgjöldum þeim sömu 1750 kr.

Sú ákvörðun samþykkt samhljóða.
5.        Kosning stjórnar

Elvar formaður, Gestur, Guðbjörn, Dóra og Bergný

Vara: Rósa og Daldís

Elvar býður sig fram sem formann. Kosinn samhljóða og með lófaklappi.

Samþykkt samhljóða og með lófaklappi.
6.        Kosning endurskoðenda

Sömu endurskoðendur kosnir samhljóða og með lófaklappi.

 

7.  Önnur mál. Endurskoða þarf starfsárið. Gera þarf lagabreytingu. Gestur undirbýr fyrir næsta aðalfund en fundurinn samhljóða því að gera þarf breytinguna.

 

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *