Stjórnarfundur 10. 04 2014

Fundur hjá stjórn Félags stjórnsýslufræðinga

Nr. fundar: 9-2013-2014

Tími: 10. apríl 2014 kl. 12-13

Staður: Velferðarráðuneyti, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu.

Mætt: Elvar Örn Arason, Gestur Páll Reynisson, Bergný Jóna Sævarsdóttir, Guðbjörn Guðbjörnsson, Dóra Magnúsdóttir og Rósa G. Bergþórsdóttir.

Dagskrá                                   

1. Fundargerð 13. mars

Fundargerðin var samþykkt.

2.    Tilboð í kynningaefni

Ákveðið var að fresta því að kaupa borðfána um sinn en taka málið upp síðar. Rætt var um að fá „pull-up“ auglýsingaborða/plaköt á standi í stað fána. DM tók að sér að skoða það. Fánar kosta á bilinu 70-80 þúsund, en talað um að „pull-up“ kosti ca 100 þús. DM taldi að hægt væri að fara neðar í verðum en það.

 3. Hádegisfundur 28. apríl – stjórnsýslustofnun um verkefni á sviði félagsþjónustu

Félagið stendur fyrir hádegisfundi um breytt stjórnskipulag á sviði félagsþjónustu og barnaverndar þann 28. apríl nk. á veitingastaðnum Höfninni. Rætt var um að fá Ingibjörgu Broddadóttur sem fundarstjóra og hlaut það góðar undirtektir. Rætt var um að kaupa skráningaform á netið. DM taldi það kosta í kringum 25 þúsund kr. en RGB telur að það sé tiltölulega einfalt að útbúa það og þurfi e.t.v. ekki að kaupa þjónustuna. Ákveðið var að skoða þetta nánar og bíða með ákvörðun þar til eftir aðalfund.

4. Aðalfundur í maí

Tveir dagar voru nefndir, 22. maí eða 29. maí og verða þeir til skoðunar. Gestur athugar með erindi og húsnæði. Einnig þarf að fá einn nýjan í stjórn en einn núverandi stjórnarmaður hyggst draga sig í hlé. Óskað verður eftir stjórnarmanni í næsta fréttabréfi sem sent verður út í næstu viku.

5. Önnur mál

a)    Fundur 7. maí

Rætt var um fund 7. maí þar sem yrði fjallað um leiðtogahlutverk og fá Gunnar Einarsson í Garðabæ og/eða Regínu Ástvaldsdóttur á Akranesi.

Fleira var ekki rætt