Stjórnarfundur 13. 03. 2014

Fundur hjá stjórn Félags stjórnsýslufræðinga

Nr. fundar: 8-2013-2014

Tími: 13. mars 2014 kl. 12-13

Staður: Velferðarráðuneyti, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu.

Mætt: Elvar Örn Arason, Gestur Páll Reynisson, Guðbjörn Guðbjörnsson og Rósa G. Bergþórsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá                                   

  1. 1.      Fundargerð 13. febrúar og eftirfylgni

Fundargerðin var samþykkt. RGB mun fylgja eftir málum varðandi það að deilingar-, líkar við- og prenthnappur verði settur inn á heimasíðuna sem nýlega var uppfærð.

 

  1. 2.      Kynningarefni fyrir félagið

EÖA mun uppfæra síður félagsins FB, meðal annars setja inn nýtt lógó. Þá munu EÖA og GG taka að sér að athuga með að láta útbúa kynningarefni fyrir félagið, t.d. penna, fána og borða til að setja á ræðupúlt.

 

  1. 3.      Viðburðir á vormisseri

Mögulegir fletir á samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála var rætt. GPR mun skoða nánar og ræða eftir atvikum. Þá er undirbúningshópur (BS, EÖA og RGB) að skoða mögulegan hádegisfund á vormisseri þar sem rætt yrði um stjórnsýslustofnun rekin af ríki til stuðnings og samskipta við sveitarfélögin í velferðarmálum. Ef af verður verður fundurinn haldinn í apríl.

  1. 4.      Könnun meðal félagsmanna

Rætt var hvort framkvæma ætti könnun í samræmi við það sem gert hefur verið undanfarin tvö ár sem hluti af samstarfinu við EHÍ og fékk það góðar undirtektir. Ekki bárust athugasemdir eða tillögur varðandi innihaldið. RGB mun skoða nánar og senda út í samstarfi við EHÍ á næstu vikum.

 

  1. 5.      Aðalfundur í maí

Til umræðu voru möguleg framboð, ársskýrslan, ársreikningur, mögulegar lagabreytingar og upphæð félagsgjalda. Verður rætt nánar á næsta fundi.

Næsti fundartími var ekki ákveðinn en næst verður fundað eftir u.þ.b. mánuð.

Fleira var ekki rætt. Fundi slitið

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *