Stjórnarfundur 13.02.2014

Stjórnarfundur 2-2014

Fundur hjá stjórn Félags stjórnsýslufræðinga

Nr. fundar: 2 -2014

Tími: 13. febrúar 2014 kl. 12-13

Staður: Velferðarráðuneyti, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu.

Mætt: Rósa G. Bergþórsdóttir, Bergný Jóna Sævarsdóttir, Elvar Örn Arason, Guðbjörn Guðbjörnsson, Eggert Ólafsson og Dóra Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð. Gestur Páll Reynisson boðaði forföll..

Fundargerðin frá 15. janúar var samþykkt

  1.  Viðburðir á vorönn. Elvar ræddi við Félag stjórnmálafræðinga um mögulegt samstarf um viðburð á vormisseri. Elvar, Rósa og Bergný bjóða sig fram í undirbúningshóp fyrir hugsanlega fundi á vormisseri.

Rædd voru hugmyndir að þemu fyrir viðburði:
Húsnæðismál, þátttaka sveitarfélaga í húsnæðisuppbyggingu á leigumarkaði, sameining sveitarfélaga, aukið samstarf sveitarfélaga. yfirfærsla stórra málaflokka á sveitarstjórnarstigið. Rósa ræddi umræður um stofnun ríkisstofnunar til stuðnings sveitarfélögum í velferðarmálum. Einnig voru nefndar hugmyndir um samgöngumál –  og hvernig SV hornið hefur verið vanrækt.

  1. Félagaskráin. Gestur gerði átak í félagaskránnni. Það sama gerði Elvar en hann setti nafn við hvert netfang inn í mailchimp fréttabréfskerfinu. Guðbjörn tekur nú við skránni og færir inn nýja félaga.
  2. Facebook síðan og vefsíðan. Ákveðið var að loka hóp en halda síðunni opinni  vegna þess að umræðan um okkar mál á að vera opin . Rætt var um hvort allir í stjórn yrðu stjórnendur á síðunni en ekkert var ákveðið. Einnig var ákveðið að biðja vefhönnuð heimasíðu félagsins að setja inn deilingar-, líkar við- og prenthnapp inn á allar færslur (fréttir) á síðunni.

Fleira var ekki rætt og var fundi slitið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *