Stjórnarfundur 15.01. 2014

Fundur hjá stjórn Félags stjórnsýslufræðinga
Nr. fundar: 1 – 2014
Tími:    15. janúar 2014 kl. 12-13
Staður: Velferðarráðuneyti, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu.
Mætt: Rósa G. Bergþórsdóttir, Elvar Örn Arason, Gestur Páll Reynisson og Dóra Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð.

Dagskrá.

  1. Fundargerð síðasta fundar 13. nóvember var samþykkt.
  2. Félagaskrá. Aukaaðild Hildar Jörundsdóttur nema í opinberri stjórnsýslu samþykkt. Rætt var um félagaskrá. Samþykkt að félagaskráritari taki að sér að uppfæra félagaskrá og skrá félaga, þ.m.t. nýja félaga. Félagaskráritari fái félaga í stjórn til aðstoðar ef nauðsynlegt er. Elvar stingur upp á að hann,  Bergný og Gestur hittist á laugardegi og klári gerð félagaskrár fyrir nýja vefsíðu.
  3. Heimasíða félagsins. Ný vefsíða samþykkt. Elvar er ritstjóri og hefur aðgang en Rósa að auki „admin“ aðgang að síðunni. Laga þarf nokkra minni háttar hnökra í samráði við hönnuð síðunnar. Þá var ákveðið að félagaskrárritari fái einnig aðgang til að uppfæra félagaskrá á vefnum.
  4. Samstarf við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Samþykkt að halda áfram samstarfi við EHÍ. Á vormisseri býðst félagsmönnum meðal annars afsláttur af námskeiði um stefnumótun í opinberri stjórnsýslu en við hönnun þess var höfð hliðsjón af niðurstöðum fræðslukönnunar félagsins og EHÍ vorið 2013.
  5. Viðburðir á vorönn. Gestur stingur upp á tvennskonar þemum fyrir fundi.

–          Sveitastjórnarkosningar. Áhersla á það sem er að gerast í borginni.

–          Vangaveltur umFramtíð sveitastjórnarstigsins?

Aðrar hugmyndir um viðburði og þemu. Forstöðumenn stofnana segja frá sinni reynslu þegar verkefni flytjast frá ríki yfir á sveitarstjórnarstigið. Gestur mun hafa samband við félag stjórnmálafræðinga vegna samstarf um viðburði á vorönn.

6. Innheimta félagsgjalda gengur vel. Tæplega 70% félagsmanna hafa greitt félagsgjöld.

6. Önnur mál. Hugmynd sett fram um að senda inn óritrýnda grein um starfsemi félagsins sl. átta ár í tímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla.