Um félagið

Höfundur: Dóra Magnúsdóttir þann .
Um Félag stjórnsýslufræðinga

Félag stjórnsýslufræðinga var stofnað þann 18. maí 2006 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Félagið er fagfélag háskólamenntaðs fólks á sviði stjórnsýslufræða. Enskt heiti félagsins er Icelandic Society for Public Administration.

Félagið vill m.a. stuðla að eflingu og kynningu hagnýtrar menntunar og rannsókna í stjórnsýslufræðum og skyldum fræðigreinum auk endurmenntunar og fræðslu meðal félagsmanna sinna.

Félagsmaður í Félagi stjórnsýslufræðinga getur hver sá orðið, sem lokið hefur meistaraprófi frá viðurkenndum háskóla í stjórnsýslufræðum. Nemendur í meistaranámi í stjórnsýslufræðum geta verið aukafélagar þar til þeir ljúka námi.

Stjórn félagsins tekur ákvörðun um inntöku nýrra félagsmanna. Aukafélagar hafa rétt til setu á almennum félagsfundum en eru án atkvæðisréttar.

Senda skal umsókn um inngöngu til félagaskrárritara – umsokn@stjornsysla.is – sem leggur þær fyrir stjórnarfund. Í umsókn skal tiltaka nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang, vinnustað, prófgráðu og þá háskólastofnun þar sem nám var stundað.

Árgjald hjá Félagi stjórnsýslufræðinga er 1.750 krónur.
Póstfang félagsins er Pósthólf 260, 121 Reykjavík.
Kennitalan er 581206-0700

Senda má erindi til stjórnar félagsins á þetta netfang: stjorn@stjornsysla.is

Þegar óskað er umsagna félagsins um lagafrumvörp má senda á þetta netfang: umsagnir@stjornsysla.is