Fréttir 2012

Vel heppnað málþing 18. október

Höfundur: Eggert Ólafsson þann 28 Október 2012 .

Félag stjórnsýslufræðinga, ásamt Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Evrópustofu, stóð fyrir mjög vel heppnuðu málþingi um áhrif ESB á Íslenska stjórnsýslu 18. október sl. sem tæplega 80 manns sóttu.

Málþingið var sögulegt þar sem þetta var stærsti viðburður sem Félag stjórsýslufræðinga hefur staðið fyrir.

Evrópusambandið og íslensk stjórnsýsla

Höfundur: Eggert Ólafsson þann 30 September 2012 .

Félag stjórnsýslufræðinga, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Evrópustofu boða til málþings:

      Evrópusambandið og íslensk stjórnsýsla

      Hver eru áhrif regluverks ESB og umsóknarferlis Íslands á íslenskar stofnanir og sveitarfélög?

 

Fimmtudaginn 18. okt kl. 12-14:15 á Grand hótel Reykjavík.

Skráning
HÉR       Þátttökugjald kr. 5400.-, hádegisverður innifalinn.

(svo er upplagt að skrá sig líka á atburðinn á Facebook)

 

Dagskrá:

 

1. Setning og opnunarávarp. Eggert Ólafsson, formaður Félags stjórnsýslufræðinga.

2. Dr. Anamarija Musa kennari í opinberri stjórnsýslu við lagadeild Háskólans í Zagreb, Króatíu.  
Umbætur stjórnsýslunnar í Króatíu í tengslum við inngöngu landsins í ESB.

 

3.  Dr. Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ.
Evrópuvæðing íslenskrar stjórnsýslu – samanburður við hin Norðurlöndin.  Kynning á niðurstöðum rannsóknar.  


4.  Frá sjónarhóli sveitarfélaga

Eiríkur B. Björgvinsson
, bæjarstjóri á Akureyri frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

5.  Frá sjónarhóli ríkisstofnana

Kristin Linda Árnadóttir
,  forstjóri Umhverfisstofnunar
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar

Eftir framsögur verða panelumræður með frummælendum og með þátttöku Stefáns Hauks Jóhannessonar sendiherra og aðalsamningamanns vegna viðræðna um aðild Íslands að ESB.
Fundarstjóri: Svavar Halldórsson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur.

Því er haldið fram að umfangsmiklar breytingar þurfi að gera á íslenskri stjórnsýslu gangi Ísland í Evrópusambandið.  Ekki verður þó framhjá því litið að regluverk ESB hefur þegar haft veruleg áhrif á starfsemi og áherslur opinberra stofnana og íslenska stjórnsýslu á báðum stjórnsýslustigum með innleiðingu tilskipana ESB í íslensk lög í kjölfar EES samningsins  sem tók gildi 1. janúar 1994.   Jafnframt hefur umsóknarferli Íslands að ESB haft áhrif á starfsemi íslenskrar stjórnsýslu.

Á fundinum  verður  m.a. leitað svara við eftirfarandi spurningum:
1.        Að hvaða leyti  hefur EES samningurinn, innleiðing regluverks ESB í íslensk lög og umsóknarferli Íslands að ESB haft áhrif á og leitt til breytinga á áherslum og verkefnum íslenskrar stjórnsýslu, hjá ríki, sveitarfélögum og opinberum stofnunum?
2.        Hefur það leitt til framfara fyrir starfsemina og málaflokkinn eða haft neikvæð áhrif á þróun starfsins?
3.        Hver er reynsla Norðurlandanna?
4.        Hver er reynsla ríkis sem fær væntanlega aðild að ESB á næsta ári?

Frummælendur eru dr. Anamarija Musa kennari í opinberri stjórnsýslu við lagadeild Háskólans í Zagreb, Króatíu, en hún hefur í rannsóknum sínum lagt áherslu á að skoða  umbætur í opinberri stjórnsýslu í Króatíu í tengslum við aðildarumsókn landsins að ESB. Þá mun dr. Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ  fjalla um niðurstöður umfangsmikillar samanburðarrannsóknar  um Evrópuvæðingu stjórnsýslunnar  á Norðurlöndum.  Eiríkur B. Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga  mun síðan ræða efnið f rá sjónarhóli sveitarfélaga og Kristin Linda Árnadóttir,  forstjóri Umhverfisstofnunar og Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar frá sjónarhóli stofnana sinna.   Eftir framsöguerindi verða pallborðsumræður með þátttöku frummælenda, en auk þeirra mun Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra og aðalsamningamaður Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið taka þátt í pallborði og bregðast við erindum.
Fundarstjóri og stjórnandi pallborðs er Svavar Halldórsson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur.

Dr. Anamarija Musa sem er sérstakur gestur ráðstefnunnar er kennari við lagadeild Háskólans í Zagreb, Króatíu.  Hún er lögfræðingur að mennt og hefur sérhæft sig í stjórnsýslulögum og opinberri stjórnsýslu m.a. með áherslu á Evrópufræði og evrópska stjórnhætti.   Hún  hefur tekið þátt í mörgum evrópskum verkefnum á sínu rannsóknarsviði og skoðað m.a. Evrópuvæðingu stjórnsýslunnar í Króatíu í tengslum við umsókn landsins að ESB og ritað fjölda greina og bókakafla um þessi efni.

http://www.facebook.com/events/460324947350717/

 

Afsláttur til félagsmanna af námskeiðum hjá Endurmenntun Háskóla Íslands

Höfundur: Eggert Ólafsson þann 21 September 2012 .

Vakin er athygli á fjölmörgum áhugaverðum námskeiðum sem eru í boði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sjá vef Endurmenntunar

Eftirfarandi námskeið bjóðast félagsmönnum með 15% afslætti:

Lestur ársreikninga
– skráningarfrestur er til 17. sept.
o nánari upplýsingar hér

Notkun sviðsmynda fyrir stefnumótun og rekstur fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga
– skráningarfrestur er til 26. sept.
o nánari upplýsingar hér

Breytingastjórnun: Einstaklingurinn og breytingar
– skráningarfrestur er til 1. okt.
o nánari upplýsingar hér

Auðna í lífi og starfi – hagnýt jákvæð sálfræði
– skráningarfrestur er 2. okt.
o nánari upplýsingar hér

Sáttamiðlun
– skráningarfrestur er til 15. nóv.
o nánari upplýsingar hér

Athugið að nauðsynlegt er að taka fram félagsaðild í athugasemdareit við skráningu til að afsláttur taki gildi.

Breytingar á stjórn og lögum félagsins og enskt heiti félagsins

Höfundur: Eggert Ólafsson þann 18 Júní 2012 .

Aðalfundur Félags stjórnsýslufræðinga var haldinn 29. maí sl. samanber frétt.

Meðal helstu ákvarðana og niðurstaðna aðalfundarins voru breytingar á lögum félagsins, breytingar í stjórn og að nú hefur heiti félagsins verið þýtt yfir á ensku og er enskt heiti þess Icelandic Society for Public Administration. Nánari upplýsingar má sjá í fundargerð, ársskýrslu og ársreikningi félagsins.

Í dag hittist ný stjórn félagsins í fyrsta skipti og skipti með sér verkum eins og sjá má undir Um félagið.

Næsti fundur stjórnar verður stefnumótunarfundur 1. september. Félagsmenn mega gjarnan koma með ábendingar fyrir þann fund, t.d. með því að senda tölvupóst til stjorn@stjornsysla.is.

Stjórnin óskar félagsmönnum og öðrum gleðilegs sumars.

Aðalfundur 29. maí kl. 16:30 í Odda, stofu 101

Höfundur: Eggert Ólafsson þann 28 Maí 2012 .

Stjórn félagsins minnir á aðalfundinn sem verður haldinn þriðjudag 29. maí kl. 16:30 í Odda, stofu 101.

Strax í kjölfar aðalfundarins, um kl. 17:15, kynnir Ómar H. Kristmundsson, prófessor við Háskóla Íslands, helstu niðurstöður nýlegrar könnunar á viðhorfum forstöðumanna ríkisstofnana.

Boðið verður upp á léttar veitingar eftir erindi Ómars, um kl. 17:45.

Fyrir liggja tillögur stjórnar að breytingum á lögum félagsins sem fylgdu með fundarboðum sem send voru félagsmönnum í tölvupósti 23. maí sl.

Við hvetjum félagsmenn til þess að fjölmenna á aðalfundinn.

Fyrir hönd stjórnar,

 

 

Aðalfundur 29. maí kl. 16:30

Höfundur: Eggert Ólafsson þann 13 Maí 2012 .

Aðalfundur félagsins verður haldinn 29. maí kl. 16:30 í Odda, stofu 101.

Eins og fram kemur í síðustu fundargerð stjórnar, gefa fjórir af fimm stjórnarmönnum kost á sér í stjórn áfram. Einn aðalmaður í stjórninni hefur einnig óskað eftir að taka sæti varamanns. Því óskum við eftir áhugasömum félagsmönnum til þess að gefa kost á sér í stjórn eða tilnefningum um aðra félagsmenn. Með hliðsjón af kynjajafnvægi meðal aðalmanna í stjórn væri gaman að heyra í konum eða fá tilnefningar í þá veru.

Áhugasamir mættu gjarnan hafa samband við formann í s. 693 9330 eða með því að senda línu til eggert.olafsson@reykjavik.is

F.h. stjórnar,

Eggert Ólafsson, formaður.

 

Vel heppnaður fundur

Höfundur: Eggert Ólafsson þann 01 Maí 2012 .

Fundurinn um áhrif tillagna stjórnlagaráðs á stjórnsýslu og stjórnskipan var vel sóttur og vel heppnaður. Um 35 manns sóttu fundinn og stór hluti þeirra sat áfram og tók þátt í áhugaverðum umræðum sem stóðu til klukkan korter í tvö. Menn voru almennt sammála um að tillögurnar gætu haft veruleg áhrif á stjórnsýsluna, einkum sá hluti þeirra sem snýr að upplýsingaskyldu stjórnvalda.

 

 Opinn fundur um áhrif tillagna stjórnlagaráðs, 26. apríl

Höfundur: Eggert Ólafsson þann 17 Apríl 2012 .

Félag stjórnsýslufræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála boða til opins fundar
fimmtudaginn 26. apríl kl. 12-13 í Lögbergi stofu 101 um

Áhrif tillagna stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá á stjórnsýslu og stjórnskipan

 

Kl. 11:45 verður boðið upp á samlokur fyrir framan stofu 101 sem félagsmenn í Félagi stjórnsýslufræðinga fá án endurgjalds en aðrir greiða sanngjarnt verð fyrir.

 

Dagskrá:

1. Eggert Ólafsson, formaður Félags stjórnsýslufræðinga opnar fundinn og flytur ávarp.

2. Gísli Tryggvason, lögfræðingur og stjórnlagaráðsmaður

Áhrif væntanlegra stjórnarskrárbreytinga á stjórnsýslu og stjórnskipan – sjónarmið stjórnlagaráðsmanns.

3. Dr. Haukur Arnþórson, stjórnsýslufræðingur

Áhrif væntanlegra stjórnarskrárbreytinga á stjórnsýslu og stjórnskipan – sjónarmið gagnrýnanda.

4. Umræður og samantekt

Fundarstjóri er Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur og lektor við Stjórnmálafræðideild HÍ og tekur hún saman niðurstöður í lok fundar.

Á fundinum munu Gísli Tryggvason, lögfræðingur, sem átti sæti í stjórnlagaráði og Dr. Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, sem hefur verið gagnrýninn á ýmsar tillögur stjórnlagaráðs, leiða saman hesta sína og ræða hugsanleg áhrif tillagna stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá á stjórnskipan og stjórnsýsluna í landinu.   Í lok fundarins mun Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur og lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem er fundarstjóri , taka saman niðurstöður fundarins og ræða þær frá sínu sjónarhorni.

Athugið að við verðum með salinn til kl. 13:30. Frá kl. 13:00 – 13:30 geta áhugasamir því tjáð sig og haldið áfram að spyrja frummælendur!

Könnun á símenntunaróskum félagsmanna

Höfundur: Eggert Ólafsson þann 22 Mars 2012 .

Endurmenntun og Félag stjórnsýslufræðinga hafa  skrifað undir samstarfssamning sem tekur til samstarfs á sviði símenntunar fyrir félagsmenn. Gert er ráð fyrir að á hverju misseri verði samvinna um að minnsta kosti eitt verkefni sem getur verið í ýmsu formi, svo sem málþings, ráðstefnu eða námskeiðs. Áhersla er á vandað efni sem svarar þörf félagsmanna fyrir símenntun. Leitast verður við að fá góða kennara og fyrirlesara.

Markmið Endurmenntunar og félagsins er að svara þörf fyrir símenntun en einnig að mæta áhugasviðum félagsmanna. Ein leið að því markmiði er að vinna úr mati þátttakenda í námskeiðum hverju sinni en einnig er mikilvægt að fá fram viðhorf og hugmyndir þeirra. Í því skyni senda Endurmenntun og Félag stjórnsýslufræðinga í dag út könnun til allra félagsmanna.

Við hvetjum félagsmenn til þess að gefa sér stutta stund til að taka þátt í þessari könnun. Ykkar álit skiptir okkur miklu máli. Könnunin er opin til 28. mars 2012.

 

Umsagnir um lagafrumvörp

Höfundur: Eggert Ólafsson þann 19 Febrúar 2012 .

Stjórn félagsins óskaði nýlega eftir því við Alþingi að fá að veita umsagnir um þau lagafrumvörp sem varða stjórnsýsluna. Erindinu var vel tekið og nú fáum við tilkynningar um einstök frumvörp á netfangið umsagnir@stjornsysla.is.

Stjórnin hefur jafnframt rætt þann möguleika að stofna um þetta faghópa, t.d. með þátttöku lögfræðinga og ýmissa sérfræðinga á sviði einstakra stjórnsýslumála.

Hugmyndin er að reyna að koma með ábendingar um fagleg mál en sneiða frekar hjá hápólitískum málum. Áhugavert væri að heyra frá félagsmönnum hvaða möguleika þeir sjá í tengslum við þessa tilraun.

Afsláttur af námskeiðum hjá Endurmenntun vor 2012

Höfundur: Eggert Ólafsson þann 17 Febrúar 2012 .

Félagsmönnum í Félagi stjórnsýslufræðinga standa nú til boða nokkur námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands með 15% afslætti.

Mikilvægt er að taka fram í athugasemdareit við skráningu að viðkomandi sé félagsmaður.

Námskeiðin eru:

  • Markviss framsögn – nánari upplýsingar hér
  • Gæðastjórnun – hugmyndafræði, stefna, aðferðir og umbótastarf – nánari upplýsingar hér
  • Jazzbío: Billie Holliday og Chet Baker – nánari upplýsingar hér
  • Á ferð um Íslendgaslóðir með Magnúsi Jónssyni – nánari upplýsingar hér
  • Vorverkin í garðinum – almenn umhirða og viðhald – nánari upplýsingar hér
  • Stjórnun og leiðtogahæfni – nánari upplýsingar hér

Samstarfssamningur við Endurmenntun

Höfundur: Eggert Ólafsson þann 28 Janúar 2012 .

Félag stjórnsýslufræðinga og Endurmenntun Háskóla Íslands hafa gert með sér tveggja ára samstarfssamning.

Markmiðið með samningnum er að auka samstarf og standa að sameiginlegum námskeiðum að lágmarki tvisvar á ári. Félagsmenn í Félagi stjórnsýslufræðinga hljóta þá afslátt af sameiginlegum námskeiðum. Einnig býður Endurmenntun félagsmönnum valin námskeið úr framboði sínu með sérstökum afsláttarkjörum.

Á næstu vikum verður gerð fræðslukönnun meðal félagsmanna. Markmið könnunarinnar er að auðvelda félaginu og Endurmenntun að koma auga á fræðsluþarfir félagsmanna.

Líta má á þennan samning sem nokkur tímamót í sögu félagsins og við hlökkum til samstarfs við Endumenntun.

Sjá frétt um málið hjá Endumenntun.

 

Nýr tengill ,,Greinar“

Höfundur: Eggert Ólafsson þann 22 Janúar 2012 .

Nýr tengill ,,Greinar“

Vakin er athygli á nýjum tengli hér á heimasíðunni;Greinar. Fyrsta greinin er kominn inn og nefnist hún Hvað eru stjórnsýslufræði? Félagsmenn jafnt sem aðrir áhugamenn um opinbera stjórnsýslu eru hvattir til þess að senda inn greinar um hugðarefni sín til birtingar á vefnum.

 

Félagið á LinkedIn

Höfundur: Eggert Ólafsson þann 09 Janúar 2012 .

Um leið og stjórn félagsins óskar félagsmönnum gleðilegs nýs árs, tilkynnir hún fyrstu nýjung ársins, sem er þessi:

Stofnaður hefur verið hópur á vegum Félags stjórnsýslufræðinga á samskiptavefnum LinkedIn.

Markmið með stofnun hópsins eru:
Að veita félagsmönnum upplýsingar um nám og störf annarra stjórnsýslufræðinga

Að ná til þeirra stjórnsýslufræðinga sem nýta sér LinkedIn

Að vera vettvangur fyrir umræður og upplýsingar sem tengjast faginu

Stjórn félagsins lítur (fyrst um sinn) á þetta sem tilraun og hvetur félagsmenn til þess að taka þátt í henni með því að skrá sig í hópinn.

Umsjón með þessu verkefni hefur Kristinn Valdimarsson:  kristinn@skjalasafn.is  Vinsamlegast snúið ykkur til hans með spurningar og ábendingar.