Fréttir 2011

Málstofa 15. des. um nýsköpun í opinberum rekstri

Höfundur: Eggert Ólafsson þann 12 Desember 2011 .

Næsta málstofa Félags stjórnsýslufræðinga og stjórnsýsluhóps Dokkunar verður haldin núna á fimmtudag, 15. desember, kl. 9-10 í Odda (HÍ) stofu 106.

Umfjöllunarefnið er nýsköpun í opinberum rekstri.

Fjármálaráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnanna, Stofnun stjórnsýslufræða, Rannís og Nýsköpunarmiðstöðin tóku höndum saman í sumar um að vekja athygli á nýsköpun í opinberum rekstri. Þann 3. nóvember sl. héldu þessir aðilar ráðstefnu um þetta mál og þar voru einnig afhent verðlaun fyrir bestu nýsköpun í opinberum rekstri á árinu 2011. Í ágúst sl. sendi fjármálaráðuneytið bréf til allra forstöðumanna stofnana og óskaði eftir tilnefningum til nýsköpunarverðlaunanna. Alla bárust 40 verkefni frá 28 stofnunum.

Á málstofunni kynna fulltrúar Stofnunnar stjórnsýslufræða, Ásta Möller og Hrefna Ástmarsdóttir, þetta verkefni, aðdraganda, nýsköpunarverðlaunin og nýja heimasíðu um nýsköpun í opinberum rekstri, www.nyskopunarvefur.is fyrir fundarmönnum.

Fyrirvarinn er vissulega skammur, en við vonum að það komi ekki að sök.

Athugið að best er að skrá sig á fundinn í Dokkunni.

 

Vel heppnaður fundur í morgun

Höfundur: Eggert Ólafsson þann 22 Nóvember 2011 .

Í morgun, 22. nóvember, var haldinn vel heppnaður fundur um mannauðsmál ríkisins og stefnu stjórnvalda í þeim málaflokki.

Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur og starfsmaður Ríkisendurskoðunar, kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar ,,Mannauðsmál ríkisins – 2. Stefna stjórnvalda og staða mannauðsmála“.

Mæting var góð og mættu 25-30 manns á fundinn. Spurt var um margt og mikil þátttaka var í umræðum.

Stjórn félagsins þakkar Ingunni og þeim sem undirbjuggu fundinn fyrir þeirra framlag og einnig gestunum fyrir komuna og þátttöku í líflegum umræðum.

 

Fundur 22. nóvember um mannauðsmál

Höfundur: Eggert Ólafsson þann 15 Nóvember 2011 .

Næsta málstofa Félags stjórnsýslufræðinga og stjórnsýsluhóps Dokkunar ber yfirskriftina ,,Stefna stjórnvalda og staða mannauðssmála“

Málstofan verður haldin í húsakynnum Ríkisendurskoðunar, Skúlagötu 57, á 4. hæð í kennslusal, þriðjudag 22. nóvember klukkan 09.00.

Ingunn Ólafsdóttir stjórnsýslufræðingur og starfsmaður Ríkisendurskoðunar mun kynna helstu niðurstöður skýrslunnar ,, Mannauðsmál ríkisins – 2. Stefna stjórnvalda og staða mannauðsmála“.  Erindi Ingunnar tekur um 40 mínútur en að því loknu verður opnað fyrir spurningar. Stefnt er að því að málstofan taki ekki meira en klukkustund.

Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til þess að mæta.

Athugið að hægt er að skrá sig á fundinn í Dokkunni hér

Stefnumótunarfundur o.fl.

Höfundur: Eggert Ólafsson þann 22 Október 2011 .

Núverandi stjórn félagsins hélt sinn fyrsta stefnumótunarfund 1. október sl. í húsakynnum Tollstjóra í Reykjavík.

Niðurstöður fundarins má sjá hér eða undir Fundargerðum hér til hliðar

Fundargerð síðasta stjórnarfundar, 10. okt., er líka komin á vefinn. Þar má sjá hvernig við ætlum að fylgja málum eftir, hvaða nýir félagsmenn hafa bæst við o.fl.

Við minnum á síðuna okkar á Facebook og hvetjum alla til þess að láta sér líka við hana.

Þá bendum við á hópinn okkar á Facebook.

Kærar kveðjur,

Eggert Ólafsson, formaður

 

Fundur 11. október um verkefnaflutning frá ríki til sveitarfélaga

Höfundur: Eggert Ólafsson þann 06 Október 2011 .

Fræðslu- og umræðufundur um flutning málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga verður haldinn þriðjudag 11. október nk. kl. 10:30 – 12:00 (Ath breyttan fundartíma)

Fundurinn verður haldinn hjá Reykjavíkurborg á 6. hæð í Borgartúni 14, í fundaherbergi Prestshúsum.

Framsögumaður er María Rúnarsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu Velferðarsviðs borgarinnar.

Fundurinn er haldinn í samstarfi Félags stjórnsýslufræðinga og Stjórnsýsluhóps Dokkunnar sem hefur göngu sína formlega með þessum fundi. Félagar í Félagi Stjórnsýslufræðinga fá aðgang að öllum fundum Dokkunnar sér að kostnaðarlausu á meðan á samstarfinu stendur.

Nánari upplýsingar eru hér

Fundurinn er öllum opinn, en æskilegt er að skrá sig á fundinn hjá Dokkunni hér

Við hvetjum félagsmenn til þess að mæta og taka þátt í málefnalegum umræðum um þetta mál.

Stjórn félagsins

PS. Félagatalið er komið á vefinn okkar hér (sjá flipa á valmynd vinstra megin)

 

Samstarf Félags stjórnsýslufræðinga og Dokkunnar

Höfundur: Eggert Ólafsson þann 10 September 2011 .

Félag stjórnsýslufræðinga og Dokkan hafa gengið til samstarfs.

Dokkan er þekkingarnet með það að markmiði að fá fagfólk til að vinna saman og að miðla þekkingu og upplýsingum sín á milli. Um 20 faghópar eru starfandi í Dokkunni og fundar hver hópur að morgni til að meðaltali einu sinni í mánuði. Fundirnir fara fram í fyrirtækjum og stofnunum og eru gjaldfrjálsir.

Markmiðið með samstarfi Félags stjórnsýslufræðinga og Dokkunnar er að skapa vettvang fyrir sérfræðinga, stjórnendur og lykilstarfsmenn í stjórnsýslunni, til að koma saman og miðla þekkingu, lausnum, hugmyndum og reynslu. Ætlunin er að Félag stjórnsýslufræðinga og stjórnsýsluhópur Dokkunnar haldi sameiginlega þrjá fag- og fræðslufundi fundi nú í haust og aðra þrjá eftir áramótin.

Gestur Páll Reynisson hefur tekið að sér að leiða samstarfið og gerast hópstjóri stjórnsýsluhóps Dokkunnar. Gestur á einnig sæti í stjórn Félags stjórnsýslufræðinga. Gestur mun í samstarfi við félaga sjá um að skipuleggja fundina.

Samstarfið hefur í för með sér að félagar í Félagi stjórnsýslufræðinga fá aðgang að starfi Dokkunnar í vetur. Félagsmenn eru hvattir til þess að fá sér notendaaðgang að Dokkunni og skrá sig í þá hópa sem höfða til þeirra. Þannig komast félagar á póstlista, fá senda dagskrá og geta skráð sig á fundina.

Við viljum einnig hvetja ykkur til að leggja samstarfinu lið með hugmyndum og ábendingum um áhugaverð umfjöllunarefni, það sem brennur á ykkur, stofnanir sem áhugavert væri að heimsækja, nýjar rannsóknir og fleira. Best er að hafa beint samband við Gest Pál – gpr1@hi.is.

Nánari upplýsingar um Dokkuna má lesa á vefnum www.dokkan.is. Þar eru m.a upplýsingar um faghópa og dagskrá þeirra.

 

 

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar

Höfundur: Eggert Ólafsson þann 31 Maí 2011 .

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar var þetta ákveðið, ekki síst í anda gegnsærrar stjórnsýslu:
1. Að birta fundargerðir stjórnar svo fljótt sem verða má á vef félagsins (sjá hér eða undir Fundargerðir hér til vinstri).
2. Að birta skýrslur stjórnar og ársreikninga á vef félagsins, helst frá stofnun þess.
3. Að birta félagatalið á vefnum, þó aðeins nafn og sveitarfélag viðkomandi.
4. Að halda árgjaldinu óbreyttu. Það er aðeins 1500 kr.
5. Að fjölga félagsmönnum.
6. Að auka umræðu um stjórnsýsluna og að gæða starfið meira lífi á vef og á Facebook.

Lítið endilega við á Fésbókarsíðu félagsins og látið ykkur líka við hana 🙂

 

Ný stjórn félagsins

Höfundur: Eggert Ólafsson þann 26 Maí 2011 .

Ný stjórn félagsins, sem kosin var á aðalfundinum 12. maí, hittist í dag og skipti með sér verkum, sbr. 8. gr. laga félagsins. Stjórnin er þannig skipuð:

Eggert Ólafsson, formaður

Gestur Páll Reynisson, félagaskrárritari

Guðbjörn Guðbjörnsson, gjaldkeri

Rósa Guðrún Berþórsdóttir, ritari

Sigurlaug Þorsteinsdóttir, varaformaður

Gissur Pétursson, varamaður

Sveinbjörg Pálsdóttir, varamaður

 

Aðalfundur 2011

Höfundur: Eggert Ólafsson þann 03 Maí 2011 .

Aðalfundur Félags stjórnsýslufræðinga verður haldinn fimmtudaginn 12. maí nk. kl. 16:30 í stofu 101 í Odda (í Háskóla Íslands)

Strax eftir aðalfundinn, um kl. 17, flytur Dr. Eiríkur Bergmann erindi þar sem hann tvinnar saman efni úr nýútkominni bók sinni „Sjálfstæð þjóð – trylltur skríll og landráðalýður“, reynslu sína af Stjórnlagaráði og hugmyndir um nýja stjórnarskrá.

Að loknu erindi Eíríks, um kl. 18, verður boðið upp á léttar veitingar.

Dagskrá aðalfundar skv. 7. gr. laga félagsins er þessi:

1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári
2. Ársreikningur félagsins
3. Lagabreytingar.
4. Kosning stjórnar.
5. Kosning endurskoðenda.
6. Önnur mál.
Aðalfundur boðaður 5. maí 2011, Stjórn Félags stjórnsýslufræðinga

Fræðslufundur um Icesave 5. apríl

Höfundur: Eggert Ólafsson þann 27 Mars 2011 .

Fræðslufundur um Icesave verður haldinn þriðjudag 5. apríl kl. 16:00 í nýjum húsakynnum Vinnumálastofnunar í Kringlunni 1.

Frummælendur verða lögmennirnir Lárus Blöndal og Reimar Pétursson. Lárus var í samninganefnd Íslands um Icesave og Reimar hefur lýst efasemdum um ágæti samningsins.

Fundarstjóri verður Gissur Pétursson, formaður félagsins og forstjóri Vinnumálastofnunar. 

Rúmur tími verður fyrir spurningar og umræður.

Fundinum lýkur um kl. 17:30.

Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis, en vinsamlegast tilkynnið mætingu á netfangið eggert@rvk.is

Við hvetjum félagsmenn sérstaklega til þess að mæta taka þátt í málefnalegum umræðum um þetta mikilvæga mál sem kosið verður um 9. apríl.

Stjórn félagsins.

Morgunverðarfundur miðvikudag 23. mars kl. 8-10

Höfundur: Eggert Ólafsson þann 21 Mars 2011 .

Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Félag stjórnsýslufræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála boða til morgunverðarfundar miðvikudaginn 23. mars kl. 8-10.

Árangur í skugga niðurskurðar – Hvernig má meta afköst og gæði í opinberum rekstri?
Alþjóðlegir mælikvarðar – Stefna stjórnvalda-Dæmi um aðferðir innlendra stofnana

Hefst með morgunverði kl. 8, dagskrá hefst kl. 8.30 og stendur til kl. 10.00 á Grand hótel Reykjavík.

Þátttökugjald er 3900,- morgunverður innifalinn.  Skráning HÉR

Fræðslufundur um Icesave 5. apríl

Höfundur: Eggert Ólafsson þann 18 Mars 2011 .

Við stefnum að því að halda fræðslufund um Icesave þriðjudag 5. apríl kl. 16:00 í nýjum húsakynnum Vinnumálastofnunar í Kringlunni 1.

Nánari upplýsingar síðar.