Aðalfundur í Odda og samdrykkja

url

Aðalfundur Félags stjórnsýslufræðinga verður haldinn miðvikudaginn 4. maí kl. 16.00 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands. Áður en gengið verður til hefðbundinna aðalfundarstarfa heldur Eva Marín Hlynsdóttir, doktor í stjórnsýslufræði og lektor HÍ, erindi um hlutverk bæjar- og sveitarstjóra á Íslandi  út frá samskiptum þeirra við sveitarstjórn, stjórnsýslu, íbúa sveitarfélagsins og ytri aðila.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Setning fundar, kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári
  3. Ársreikningur félagsins
  4. Ákvörðun félagsgjalds
  5. Kosning stjórnar
  6. Kosning endurskoðenda
  7. Önnur mál.

Samdrykkja í Stúdentakjallaranum að loknum aðalfundi kl. 17.30

Samdrykkja stjórnsýslufræðinga og nemenda verður haldin eftir aðalfundinn og hefst 17.30. Mikilvægur þáttur í MPA náminu er tengslanet nemenda, kennara námsins og stjórnsýslufræðinga. Að loknum aðalfundi efnir félagið til samkomu í Stúdentakjallaranum. Þarna er kjörið tækifæri fyrir núverandi nemendur og útskrifaða að hittast og ræða málin. Boðið verður upp á léttar veitingar og bjór. Samkoman í Stúdentakjallaranum hefst kl. 17.30 og eru þeir sem ekki hafa tök á að mæta á aðalfundinn velkomnir í Stúdentakjallarann að fundi loknum.