Mánaðarskipt færslusafn fyrir: október 2016

Afmælismálþing Félags stjórnsýslufræðinga

PP-glaera-2

Afmælismálþing Félags stjórnsýslufræðinga

Nýskipan í ríkisrekstri: Hvað gerðist, hvernig fór, hvað svo?

 Fimmtudaginn 10. nóvember 2016, kl. 15.30 – 17.30-18.00

Haldið í tilefni af 10 ára afmæli Félags stjórnsýslufræðinga í hátíðarsal Háskóla Íslands.

Dagskrá:

Opnun: Bergný Sævarsdóttir, formaður Félags stjórnsýslufræðinga.

AÐALERINDI: Yesterday’s Tomorrow? The New Public Management in Perspective Christopher Hood, prófessor við Oxford háskóla, einn þekktasti fræðimaður heims á þessu sviði. Sjá nánari upplýsingar hér

Eftir útskipun: Laustengd tengslanet um verkefni, sérhæfðar viðbragðs- og viðbúnaðaráætlanir eða samhent stjórnsýsla? Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Er til norræn leið við stjórnsýsluumbætur? Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Horft um öxl. Hvað má læra af okkar reynslu? Ávarp af myndbandi. Friðrik Sophusson, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Horft til framtíðar. Áform um umbætur á grunni nýrra laga um opinber fjármál. Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta, fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Fundarstjóri: Steinunn Halldórsdóttir, stjórnsýslufræðingur í forsætisráðuneytinu.

Boðið verður upp á léttar veitingar að loknu málþinginu. Málþingið er haldið í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Aðgangur að málþinginu er ókeypis en þátttakendur eru beðnir um að skrá þátttöku á hér.