Mánaðarskipt færslusafn fyrir: maí 2015

Aðalfundur í Odda og samdrykkja

url

Aðalfundur Félags stjórnsýslufræðinga verður haldinn miðvikudaginn 13. maí kl. 16.00 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands. Áður en gengið verður til hefðbundinna aðalfundarstarfa heldur  Gestur Páll Reynisson, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála, erindi sem ber titilinn „Hverjir verða aðstoðarmenn ráðherra?“ Gestur mun fjalla um bakgrunn aðstoðarmanna ráðherra frá 1971 til 2014 og hvernig sá bakgrunnur hefur breyst í gegnum tíðina.
Dagskrá fundar:

  1. Setning fundar, kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári
  3. Ársreikningur félagsins
  4. Ákvörðun félagsgjalds
  5. Kosning stjórnar
  6. Kosning endurskoðenda
  7. Önnur mál.

Samdrykkja í Stúdentakjallaranum að loknum aðalfundi kl. 17.30

Samdrykkja stjórnsýslufræðinga og nemenda verður haldin eftir aðalfundinn og hefst 17.30. Mikilvægur þáttur í MPA náminu er tengslanet nemenda, kennara námsins og stjórnsýslufræðinga. Að loknum aðalfundi efnir félagið til samkomu í Stúdentakjallaranum. Þarna er kjörið tækifæri fyrir núverandi nemendur og útskrifaða að hittast og ræða málin. Boðið verður upp á léttar veitingar og bjór. Samkoman í Stúdentakjallaranum hefst kl. 17.30 og eru þeir sem ekki hafa tök á að mæta á aðalfundinn velkomnir í Stúdentakjallarann að fundi loknum.