Mánaðarskipt færslusafn fyrir: febrúar 2015

Viðtal við lækninn og stjórnsýslufræðinginn Elísabetu Benedikz

elisabet_benedikz

Elísabet Benedikz yfirlæknir á gæða- og sýkingarvarnardeild Landsspítala Íslands á áhugaverðan menntunarbakgrunn að baki. Elísabet lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1990, hlaut sérfræðiviðurkenningu í lyflæknisfræði með gjörgæslu sem undirgrein árið 2003 og bráðalæknisfræði árið 2009.

Elísabet lauk einnig stjórnsýslfræðinámi frá HÍ árið 2009. Við höfðum áhuga á að vita hvernig stjórnsýslufræðin nýtist í starfi og hvað það var sem fékk hana til að ljúka MPA námi.

Núverandi starf: Yfirlæknir gæða- og sýkingarvarnadeildar á Landspítala. Gæða- og sýkingarvarnardeild heyrir undir framkvæmdastjóra lækninga- og hjúkrunar. Verkefni deildarinnar snúa gæðum- og öryggi í þjónustu við sjúklinga og innri endurskoðun í starfsemi spítalans (kvartanir, kærur og rannsókn alvarlegra atvika), ennfremur umbóta- og þróunarverkefni ýmiskonar. Sýkingarvarnir heyra einnig undir gæðadeildina.

Hvað er skemmtilegast við starfið þitt? Þetta er stefnumótandi vinna með þverfaglega nálgun og verkefni sem spanna allar starfseiningar spítalans.

Hvernig nýtast stjórnsýslufræðin þér í starfi? Stjórnsýslufræðin hafa veitt mér betri þekkingu og innsýn í þankagang og rekstur hins opinbera en er einnig hagnýtt stjórnunarnám fyrir daglega stjórnun.

Áhugamál: Menning, hönnun og matargerð, ræktun og lífið í sumarbústaðnum

Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun: „Nothing is as powerful as an idea whose time has come“ (Victor Hugo)