Mánaðarskipt færslusafn fyrir: janúar 2014

Nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu stjórnsýslu 2014

Nýsköpunarverðlaun 2014

Landspítali háskólasjúkrahús-bráðadeild hlaut nýsköpunarverðlaunin 2014 í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Verðlaunin voru afhent í þriðja sinn og að þessu sinni voru yfir 40 verkefni tilnefnd.

Frá upphafi hafa yfir 140 verkefni verið tilnefnd til verðlaunanna.

Verkefni Landspítala sem bar sigur úr býtum nefnist „Rauntíma árangursvísar á bráðadeild“. Verkefnið felur í sér notkun skjáborðs með árangurs- og gæðavísum sem sýndir eru í rauntíma sem liður í gæða- og öryggisstjórnun á bráðamóttöku. Árangurs- og gæðavísarnir gefa starfsmönnum ómetanlegar upplýsingar yfir sólarhringinn og gera stjórnendum kleift að bregðast við álagspunktum með markvissari hætti en áður og fylgjast með gæðum í þjónustunni á mismunandi þjónustustigum.  Mælarnir hafa vakið mikla athygli, bæði innanlands sem og meðal erlendra ráðgjafa sem komið hafa á Landspítala, þar sem þetta þykir einstakt.

Skapandi opinber þjónusta

urlStjórnun, skilvirkni, samstarf, viðurkenning

Veiting nýsköpunarverðlauna og viðurkenninga í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2014

Hádegisverðarfundur föstudaginn 24. janúar 2014 kl. 11:45-14:00 á Grand hótel Reykjavík á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Þátttökugjald kr. 5400.- Skráning HÉR.

Sértilboð af námskeiðum hjá Endurmenntun Háskóla Íslands

eb01

Félag stjórnsýslufræðinga og Endurmenntun Háskóla Íslands hafa nú átt í samstarfi um tveggja ára skeið. Í samstarfinu felst meðal annars að félagsmönnum býðst afsláttur af námskeiðum og árlega er framkvæmd viðhorfs- og fræðslukönnun meðal félagsmanna. Það er einkar ánægjulegt að segja frá því að nú er boðið upp á námskeiðið Stefnumótun í opinberri stjórnsýslu en með því er verið að bregðast við niðurstöðum könnunar Félagsins og EHÍ síðastliðið vor.  Auk þess býðst félagsmönnum nú 15% afsláttur af nokkrum öðrum námskeiðum vorið 2014.

 

Eftirfarandi námskeið bjóðast félagsmönnum með 15% afslætti:

 

Stefnumótun í opinberri stjórnsýslu – skráningarfrestur er til 6. febrúar

o nánari upplýsingar hér

Danska – þjálfun í talmáli á léttum nótum – skráningarfrestur er til 10. febrúar

o nánari upplýsingar hér

Stjórnun og leiðtogahæfni – í anda þjónandi forystu – skráningarfrestur er 27. febrúar

o nánari upplýsingar hér

Hugþjálfun – leið til árangurs – skráningarfrestur er til 10. mars

o nánari upplýsingar hér

Gerð viðskiptaáætlana – skráningarfrestur er til 3. apríl

o nánari upplýsingar hér

París – líf og lystisemdir – skráningarfrestur er til 30. apríl

o nánari upplýsingar hér

Athugið að nauðsynlegt er að taka fram félagsaðild í athugasemdareit við skráningu til að afsláttur taki gildi.