Allar færslur eftir Elvar Arason

Aðalfundur Félags stjórnsýslufræðinga verður haldinn fimmtudaginn 18. maí kl. 17.00 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands.

Aðalfundur Félags stjórnsýslufræðinga verður haldinn fimmtudaginn 18. maí kl. 17.00 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands.

Dagskrá aðalfundar:

1.      Setning fundar, kosning fundarstjóra og fundarritara

2.      Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári

3.      Ársreikningur félagsins

4.      Ákvörðun félagsgjalds

5.      Kosning stjórnar

6.      Kosning endurskoðenda

7.      Önnur mál.

Samdrykkja stjórnsýslufræðinga verður haldin eftir aðalfundinn og hefst 18.00. Boðið verður upp á léttar veitingar og bjór og eru nemendur í stjórnsýslufræðum og stjórnsýslufræðingar sem ekki hafa tök á að mæta á aðalfundinn velkomnir í Stúdentakjallarann að fundi loknum.

Nýskipan í ríkisrekstri: Hvað gerðist, hvernig fór, hvað svo? 170 manns sóttu afmælismálþing Félags stjórnsýslufræðinga

hood

Félag stjórnsýslufræðinga fagnar 10 ára afmæli sínu um þessar mundir. Félagið stofnuðu útskriftarnemar úr MPA námi Stjórnmálafræðideildar, en auk þeirra eru í félaginu stjórnsýslufræðingar sem lokið hafa námi víðs vegar um heiminn. Í tilefni af afmælinu var  haldið í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða við HÍ, málþing um áhrifamestu stjórnsýsluumbætur síðustu áratuga s.n. Nýskipan í ríkisrekstri eða The New Public Management.

Málþingið var afar vel sótt og góður rómur gerður af fyrirlestrunum, en aðalfyrirlesari var einn helsti fræðimaður heims á þessu sviði Christopher Hood, prófessor við Oxford háskóla. Hann er höfundur heitisins New Public Management og bækur hans hafa um árabil verið kenndar við Stjórnmálafræðideild.
Hood  nefndi erindi sitt Yesterday’s Tomorrow? The New Public Management in Perspective.

Auk hans fluttu erindi  Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir dósent við Stjórnmálafræðideild HÍ: Eftir útskipun: Laustengd tengslanet um verkefni, sérhæfðar viðbragðs- og viðbúnaðaráætlanir eða samhent stjórnsýsla?  Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ: Er til norræn leið við stjórnsýsluumbætur? Friðrik Sophusson, fv. fjármálaráðherra, sem var í forystu umbótanna hér á landi á sínum tíma flutti ávarp af myndbandi: Horft um öxl. Hvað má læra af okkar reynslu? Og loks Sigurður H. Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta, í fjármála- og efnahagsráðuneyti:  Horft til framtíðar. Áform um umbætur á grunni nýrra laga um opinber fjármál.

Fundarstjóri var Steinunn Halldórsdóttir, stjórnsýslufræðingur í forsætisráðuneyti sem gaf einnig stutt yfirlit yfir umbótaverkefni sem unnið er að í því ráðuneyti.

Hérna er myndbandsupptaka af málþinginu. Við biðjumst velvirðingar á lélegum hljóðgæðum.

Afmælismálþing Félags stjórnsýslufræðinga

PP-glaera-2

Afmælismálþing Félags stjórnsýslufræðinga

Nýskipan í ríkisrekstri: Hvað gerðist, hvernig fór, hvað svo?

 Fimmtudaginn 10. nóvember 2016, kl. 15.30 – 17.30-18.00

Haldið í tilefni af 10 ára afmæli Félags stjórnsýslufræðinga í hátíðarsal Háskóla Íslands.

Dagskrá:

Opnun: Bergný Sævarsdóttir, formaður Félags stjórnsýslufræðinga.

AÐALERINDI: Yesterday’s Tomorrow? The New Public Management in Perspective Christopher Hood, prófessor við Oxford háskóla, einn þekktasti fræðimaður heims á þessu sviði. Sjá nánari upplýsingar hér

Eftir útskipun: Laustengd tengslanet um verkefni, sérhæfðar viðbragðs- og viðbúnaðaráætlanir eða samhent stjórnsýsla? Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Er til norræn leið við stjórnsýsluumbætur? Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Horft um öxl. Hvað má læra af okkar reynslu? Ávarp af myndbandi. Friðrik Sophusson, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Horft til framtíðar. Áform um umbætur á grunni nýrra laga um opinber fjármál. Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta, fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Fundarstjóri: Steinunn Halldórsdóttir, stjórnsýslufræðingur í forsætisráðuneytinu.

Boðið verður upp á léttar veitingar að loknu málþinginu. Málþingið er haldið í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Aðgangur að málþinginu er ókeypis en þátttakendur eru beðnir um að skrá þátttöku á hér.

 

Aðalfundur í Odda og samdrykkja

url

Aðalfundur Félags stjórnsýslufræðinga verður haldinn miðvikudaginn 4. maí kl. 16.00 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands. Áður en gengið verður til hefðbundinna aðalfundarstarfa heldur Eva Marín Hlynsdóttir, doktor í stjórnsýslufræði og lektor HÍ, erindi um hlutverk bæjar- og sveitarstjóra á Íslandi  út frá samskiptum þeirra við sveitarstjórn, stjórnsýslu, íbúa sveitarfélagsins og ytri aðila.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Setning fundar, kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári
  3. Ársreikningur félagsins
  4. Ákvörðun félagsgjalds
  5. Kosning stjórnar
  6. Kosning endurskoðenda
  7. Önnur mál.

Samdrykkja í Stúdentakjallaranum að loknum aðalfundi kl. 17.30

Samdrykkja stjórnsýslufræðinga og nemenda verður haldin eftir aðalfundinn og hefst 17.30. Mikilvægur þáttur í MPA náminu er tengslanet nemenda, kennara námsins og stjórnsýslufræðinga. Að loknum aðalfundi efnir félagið til samkomu í Stúdentakjallaranum. Þarna er kjörið tækifæri fyrir núverandi nemendur og útskrifaða að hittast og ræða málin. Boðið verður upp á léttar veitingar og bjór. Samkoman í Stúdentakjallaranum hefst kl. 17.30 og eru þeir sem ekki hafa tök á að mæta á aðalfundinn velkomnir í Stúdentakjallarann að fundi loknum.

Fundur um spillingu í íslensku viðskipta- og stjórnmálalífi

Askja hádegisfundur

Félög stjórnsýslu- og stjórnmálafræðinga halda í sameiningu fund um spillingu í íslensku viðskipta- og stjórnmálalífi. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.

Fundurinn fer fram föstudaginn 27. nóvember kl. 12:30 – 13:30 í Öskju, stofu N-132.

Ísland kemur yfirleitt vel út í alþjóðlegum samanburði hvað varðar spillingu. Samt sem áður berast fréttir af spillingu í viðskiptalífi og stjórnmálum á Íslandi og ákveðnu úrræðaleysi við að uppræta hana. Á fundinum munu frummælendur varpa ljósi á spillingarhættur sem leynast í íslensku samfélagi, hvernig stuðla megi að heillindum og koma í veg fyrir spillingu.

Framsögumenn eru Ásgeir Brynjar Torfason rekstrarhagfræðingur, Jón Ólafsson heimsspekingur og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur. Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans stýrir umræðum.

Allir velkomnir.

Félag stjórnsýslufræðinga og Félag stjórnmálafræðinga