Fræðslufundur 12. nóvember
Höfundur: Dóra Magnúsdóttir þann 10 Nóvember 2009 .
Ágætu félagsmenn
Nk. fimmtudag þ. 12. nóvember höldum við fræðslufund um skipulags og breytingaráform á stjórnarráðinu og fáum útskýringar á því sem þegar hefur verið gert í þeim efnum. Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu mun flytja erindi um þetta efni og sitja fyrir svörum. Margt fróðlegt er að gerast á þessum vettvangi og m.a. hafa verið kynntar siðareglur fyrir ráðherra og starfsfólk stjórnarráðsins sem félagsmenn eru hvattir til þess að kynna sér. Drög að reglunum er að finna á heimasíðu forsætisráðuneytisins.
Fundurinn hefst kl. 16:30 í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands og lýkur ekki síðar en kl. 18:00.
Í upphafi fundar mun stjórn greina stuttlega frá nýrri heimasíðu félagsins sem er í smíðum og sagt frá innheimtu félagsgjalda sem mun hefjast innan tíðar.
Vonandi sjáum við sem flesta félagsmenn.
Með félagskveðju
Gissur Pétursson formaður
Aðalfundur
Höfundur: Dóra Magnúsdóttir þann 08 Nóvember 2009 .
21. maí 2009
Ágætu félagsmenn
Boðað er til aðalfundar í Félagi stjórnsýslufræðinga fimmtudaginn 28. maí nk. kl. 12:00 – 12:55 í BSRB-salnum, Grettisgötu 89.
Dagskrá.
1. Skýrsla um störf félagsins á liðnu starfsári
2. Reikningsskil
3. Lagabreytingar
4. Kosning stjórnar
5. Kosning endurskoðenda
6. Önnur mál
Undir liðnum önnur mál verður kynnt nýtt lógó fyrir félagið.
Að aðalfundarstörfum loknum flytur Leifur Eysteinsson erindi um sameiningar opinberra stofnana. Leifur sem nú starfar sem sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu hefur áratuga starfsreynslu innan stjórnsýslunnar. Hann er höfundur að handbók um sameingar stofnana sem fjármálaráðuneytið hefur gefið út. Bókina er að finna á vef fjármálaráðuneytisins.
Boðið verður upp á léttan málsverð í upphafi fundarins.
Vonumst til þess að sjá sem flesta.
Fh. stjórnar Félags stjórnsýslufræðinga
Gissur Pétursson formaður