Stjórnarfundur hjá Félagi stjórnsýslufræðinga, 19. mars 2015
Staður: Tollstjóri
Tími: 16.00
Mætt: Bergný Jóna Sævarsdóttir sem ritaði fundargerð, Daldís Ýr Guðmundsdóttir, Elvar Örn Arason, Gestur Páll Reynisson og Guðbjörn Guðbjörnsson.
Dagskrá:
Samstarf við Félag stjórnmálafræðinga
GPR, EVA og GG munu funda með félaginu og ræða samstarfsmöguleika. Hugmyndir eru t.d. um að félögin ásamt fleirum standi að málstofu um stjórnmálafræðina í viðum skilningi sumar/haust 2016. Einnig eru hugmyndir um samstarf við minni viðburði.
Viðburðir á vormisseri
Félag forstöðumanna og Stofnun stjórnsýslu og stjórnmála og Félag stjórnsýslufræðinga eru í samvinnu um fund um staðsetningu stofnana nú á vormisseri. GP vinnur í málinu.
Aðalfundur í maí
Vinnudagsetningar fyrir aðalfund eru 7. og 14. maí. Gestur Páll Reynisson hefur samþykkt að flytja erindi um aðstoðarmenn ráðherra á fundinum.Hugmyndir eru um að bjóða til samhristings að fundi loknum þar sem félagsmönnum og nemum í stjórnsýslufræðum verður boðið.
Fréttabréf félagsins
Unnið er að fréttabréfi félagsins þar sem m.a. verður fjallað um aðalfund, félagsgjöld, umsagnir sem félagið hefur veitt og viðtal birt um stjórnsýslufræðing í áhugaverðu starfi.
Bréf til nýútskrifaðra og kynning á félaginu í vor
Elva skrifar tvö bréf, annarsvegar til nýútskrifaðra nemena og lætur þá vita af félaginu og hins vegar til nemenda þar sem félagið er kynnt.
Önnur mál
Innheimta félagsgjalda gengur ágætlega.