Stjórnarfundur 19.10. 2014

Stjórnarfundur hjá Félagi stjórnsýslufræðinga, 16. október 2014

Staður: Tryggvagata 19, Tollhúsið.

Tími: 12.00-13.00

Mætt: Bergný Jóna Sævarsdóttir sem ritaði fundargerð, Daldís Ýr Guðmundsdóttir, Dóra Magnúsdóttir, Elvar Örn Arason, Gestur Páll Reynisson og Guðbjörn Guðbjörnsson.

1.    Undirbúningur hádegisfundar í byrjun nóvember

Undirbúningur fyrir hádegisfund 7. nóvember gengur vel. Allir framsögumenn hafa staðfest komu sína og mun fundurinn fara fram í Víkinni í hádeginu. Settur verður upp facebookviðburður, skrifuð fréttatilkynning og fjöldapóstur sendur á félagsmenn og fleiri aðila.

2.    Kynning á ferlum nýrra félagsmanna og lýsiskjöl stjórnarmanna félagsins.

DÝG og BJS vinna að tillögum.

3.    Innheimta félagsgjalda.

GPR tekur saman lista og sendir í banka. EÖA skrifar bréf til útskrifaðra stjórnsýslufræðinga og kynnir þeim félagið.

4.    Kynning á hugmynd að efni fyrir hádegisfundi næsta vor.

Ræddar voru hugmyndir af umræðuefni fyrir fundi á nýju ári. Stjórnin leggur áherslu á að  fjalla um málefni líðandi stundar og að hægt sé að boða fund með skömmum fyrirvara. Hefur þetta gefist vel með hádegisfundi síðasta árs þar sem undirbúningur tekur skamman tíma.

Umræðuefni er tengjast þjónandi forystu og rafrænni stjórnsýslu eru ofarlega á döfinni í dag og kemur til greina að halda fundi um málefnin á nýju ári.

5.    Útgáfa fréttabréfs.

Unnið er að fréttabréfi og komu upp hugmyndir um að lífga upp á útgáfuna með léttu efni. Áhugavert sé t.d. að segja frá áhugaverðum fréttum úr alþjóðasamfélaginu og stjórnsýslufræðingi í áhugaverðu starfi. Í næsta fréttabréfi er m.a. áætlað að segja frá nýrri stjórn, hádegisfundinum 7. nóvember og frá nýsköpun í opinberum rekstri.

6.    Önnur mál.

Umræðuefnið um sameiningu stofnana er ofarlega á baugi þessa dagana og mikilvægt að fylgjast með umræðunni og bregðast við ef færi gefst. Er t.d. hægt að skrifa grein, halda fund eða ályktun.

Næsti fundur er áætlaður 27. nóvember í HÍ

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *