Stjórnarfundur 08. 05. 2014

Fundur hjá stjórn Félags stjórnsýslufræðinga

Nr. fundar: 10-2013-2014

Tími: 8. maí 2014 kl. 12-13

Staður: Velferðarráðuneyti, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu.

Mætt: Elvar Örn Arason, Gestur Páll Reynisson, Guðbjörn Guðbjörnsson og Rósa G. Bergþórsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá

1.      Fundargerð 10. apríl

Fundargerðin var samþykkt. Ákveðið var að fresta ákvörðun um kaup á kynningarefni til næsta starfsárs.

2.      Aðalfundur 22. maí

Rætt var um mögulega framsögu á aðalfundi. GPR mun athuga með framsögu og lætur vita um niðurstöðu fyrir helgi. Þá voru önnur mál vegna aðalfundarins rædd. Skýrsla stjórnar og ársreikningur eru í vinnslu. Stjórnin mun leggja til að félagsgjald verði óbreytt og leggur ekki til lagabreytingar. GPR og RGB munu sjá um undirbúning veitinga í formi kaffi og konfekts.

3.      Nýlegir viðburðir

Félagið stóð fyrir hádegisfundi um stjórnsýslustofnun á sviði félagsþjónustu þann 28. apríl. Þá var það í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála um fund um leiðtogahlutverk bæjarstjóra og sveitarstjóra þann 7. maí. Báðir fundirnir voru vel heppnaðir og vel sóttir.

 

Fleira var ekki rætt en um var að ræða síðasta fund stjórnar á starfsárinu.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *