Höfundur: Dóra Magnúsdóttir þann 08. nóvember 2009 .
Diplóma- og meistaranám (MPA) í opinberri stjórnsýslu
Af hverju ættir þú að velja MPA-nám í opinberri stjórnsýslu?
Fjölbreyttur og reynslumikill hópur nemenda
Í MPA-náminu kynnist þú fólki með ólíka menntun og starfsreynslu sem á það sameiginlegt að vilja efla fræðilega og hagnýta þekkingu sína á sviði stjórnunar innan hins opinbera eða á sviðum sem því tengjast. Nemendur hafa starfað á öllum sviðum hins opinbera, ráðuneytum, stofnunum og sveitarfélögum. Þeir koma úr félags- og stjórnmálastarfi, auk þess að koma beint úr BA-námi. Í hópastarfi og þátttöku í kennslustundum miðla nemendur reynslu sinni og tengja við umfjöllun námskeiða. Nemendahópurinn og fjölbreytileg reynsla hans gefur því náminu verulegt gildi.
Námsleiðir:
- MPA meistaranám í opinberri stjórnsýslu
- Diplómanám í opinberri stjórnsýslu
- Diplóma í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í opinberum rekstri
MPA-námið greiðir þér leið…
… og styrkir þig í starfi á fjölbreyttum og lifandi starfsvettvangi, jafnt hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga, sem og í starfi hjá félagasamtökum.
Hvar nýtist meistaranám í opinberri stjórnsýslu?
Námið býr fólk undir fjölbreytt störf á vettvangi ríkis, sveitarfélaga, sjálfseignastofnana sem sinna verkefnum fyrir hið opinbera, félagasamtaka, ráðgjafarfyrirtækja og einkafyrirtækja sem starfa náið með opinberum aðilum.
Umsagnir útskrifaðra nemenda
Fjarnám
Með því að bjóða upp á fjarnám í opinberri stjórnsýslu er komið til móts við fólk sem búsett er á landsbyggðinni eða erlendis. Þeir sem kjósa að vera í fjarnámi sækja um það sérstaklega hjá nemendaskrá Háskóla Íslands.
* Nánari upplýsingar um fjarnámið
Opnir viðburðir á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála
Á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála er að finna fjölbreytta opna dagskrá fyrir nemendur í MPA- og diplómanámi, s.s. fyrirlestra, málþing og námskeið. Nánari upplýsingar má sjá á vefriti stofnunarinnar http://www.stjornmalogstjornsysla.is/. Upplýsingar um stofnunina sjálfa, sem er stoð-stofnun námsins í opinberri stjórnsýslu, má finna á heimasíðu hennar: Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála
Upplýsingar um námið veita Margrét S. Björnsdóttir, msb(hjá)hi.is , sími 525-4928 og Elva Ellertsdóttir, elva(hjá)hi.is