Fundur hjá stjórn Félags stjórnsýslufræðinga
Nr. fundar: 1 – 2014
Tími: 15. janúar 2014 kl. 12-13
Staður: Velferðarráðuneyti, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu.
Mætt: Rósa G. Bergþórsdóttir, Elvar Örn Arason, Gestur Páll Reynisson og Dóra Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð.
Dagskrá.
- Fundargerð síðasta fundar 13. nóvember var samþykkt.
- Félagaskrá. Aukaaðild Hildar Jörundsdóttur nema í opinberri stjórnsýslu samþykkt. Rætt var um félagaskrá. Samþykkt að félagaskráritari taki að sér að uppfæra félagaskrá og skrá félaga, þ.m.t. nýja félaga. Félagaskráritari fái félaga í stjórn til aðstoðar ef nauðsynlegt er. Elvar stingur upp á að hann, Bergný og Gestur hittist á laugardegi og klári gerð félagaskrár fyrir nýja vefsíðu.
- Heimasíða félagsins. Ný vefsíða samþykkt. Elvar er ritstjóri og hefur aðgang en Rósa að auki „admin“ aðgang að síðunni. Laga þarf nokkra minni háttar hnökra í samráði við hönnuð síðunnar. Þá var ákveðið að félagaskrárritari fái einnig aðgang til að uppfæra félagaskrá á vefnum.
- Samstarf við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Samþykkt að halda áfram samstarfi við EHÍ. Á vormisseri býðst félagsmönnum meðal annars afsláttur af námskeiði um stefnumótun í opinberri stjórnsýslu en við hönnun þess var höfð hliðsjón af niðurstöðum fræðslukönnunar félagsins og EHÍ vorið 2013.
- Viðburðir á vorönn. Gestur stingur upp á tvennskonar þemum fyrir fundi.
– Sveitastjórnarkosningar. Áhersla á það sem er að gerast í borginni.
– Vangaveltur umFramtíð sveitastjórnarstigsins?
Aðrar hugmyndir um viðburði og þemu. Forstöðumenn stofnana segja frá sinni reynslu þegar verkefni flytjast frá ríki yfir á sveitarstjórnarstigið. Gestur mun hafa samband við félag stjórnmálafræðinga vegna samstarf um viðburði á vorönn.
6. Innheimta félagsgjalda gengur vel. Tæplega 70% félagsmanna hafa greitt félagsgjöld.
6. Önnur mál. Hugmynd sett fram um að senda inn óritrýnda grein um starfsemi félagsins sl. átta ár í tímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla.