Fundur um spillingu í íslensku viðskipta- og stjórnmálalífi

Askja hádegisfundur

Félög stjórnsýslu- og stjórnmálafræðinga halda í sameiningu fund um spillingu í íslensku viðskipta- og stjórnmálalífi. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.

Fundurinn fer fram föstudaginn 27. nóvember kl. 12:30 – 13:30 í Öskju, stofu N-132.

Ísland kemur yfirleitt vel út í alþjóðlegum samanburði hvað varðar spillingu. Samt sem áður berast fréttir af spillingu í viðskiptalífi og stjórnmálum á Íslandi og ákveðnu úrræðaleysi við að uppræta hana. Á fundinum munu frummælendur varpa ljósi á spillingarhættur sem leynast í íslensku samfélagi, hvernig stuðla megi að heillindum og koma í veg fyrir spillingu.

Framsögumenn eru Ásgeir Brynjar Torfason rekstrarhagfræðingur, Jón Ólafsson heimsspekingur og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur. Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans stýrir umræðum.

Allir velkomnir.

Félag stjórnsýslufræðinga og Félag stjórnmálafræðinga

Share