Samstarfssamningur endurnýjaður

eb01

25. febrúar sl. var endurnýjað samkomulag Félags stjórnsýslusfræðinga og Endurmenntuar HÍ en fyrst var skrifað undir samkomulagið í ársbyrjun 2012.  Með samningnum er stutt við markmið með starfssemi félagsins um að stuðla að faglegri og skilvirkri stjórnsýslu og fræðslu og endurmenntun fyrir félagsmenn.

Í samningnum felst meðal annars að Endurmenntun býður Félagi stjórnsýslufræðinga að framkvæma fræðslukönnun, félaginu að kostnaðarlausu. Markmið könnunarinnar er að auðvelda félaginu og Endurmentun að koma enn betur til móts við þarfir félagsmanna með öflugum fagfundum og námskeiðum Endurmenntunar. Könnunin var framkvæmd árin 2012 og 2013 og stefnt er að því að framkvæma hana þriðja sinni í vor.

Sérstök athygli er vakin á afslættarkjörum til félagsmanna á völdum námskeiðum en þau námskeið sem félagsmönnum býðst að sækja vorið 2014 og eru enn opin til skráningar eru:

Stjórnun og leiðtogahæfni – í anda þjónandi forystu – skráningarfrestur er 27. febrúar

o nánari upplýsingar hér

Hugþjálfun – leið til árangurs – skráningarfrestur er til 10. mars

o nánari upplýsingar hér

Gerð viðskiptaáætlana – skráningarfrestur er til 3. apríl

o nánari upplýsingar hér

París – líf og lystisemdir – skráningarfrestur er til 30. apríl

o nánari upplýsingar hér