Nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu stjórnsýslu 2014

Nýsköpunarverðlaun 2014

Landspítali háskólasjúkrahús-bráðadeild hlaut nýsköpunarverðlaunin 2014 í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Verðlaunin voru afhent í þriðja sinn og að þessu sinni voru yfir 40 verkefni tilnefnd.

Frá upphafi hafa yfir 140 verkefni verið tilnefnd til verðlaunanna.

Verkefni Landspítala sem bar sigur úr býtum nefnist „Rauntíma árangursvísar á bráðadeild“. Verkefnið felur í sér notkun skjáborðs með árangurs- og gæðavísum sem sýndir eru í rauntíma sem liður í gæða- og öryggisstjórnun á bráðamóttöku. Árangurs- og gæðavísarnir gefa starfsmönnum ómetanlegar upplýsingar yfir sólarhringinn og gera stjórnendum kleift að bregðast við álagspunktum með markvissari hætti en áður og fylgjast með gæðum í þjónustunni á mismunandi þjónustustigum.  Mælarnir hafa vakið mikla athygli, bæði innanlands sem og meðal erlendra ráðgjafa sem komið hafa á Landspítala, þar sem þetta þykir einstakt.