Aðalfundur Félags stjórnsýslufræðinga verður haldinn fimmtudaginn 22. maí kl. 16 í stofu 101 í Odda. Áður en gengið verður til hefðbundinna aðalfundarstarfa heldur dr. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði erindi um bók sína Iceland and the International Financial Crisis: Boom, Bust and Recovery. Í erindinu sem hann nefnir Togstreita íslenskra stjórnmála — áhrif pólitískrar sjálfsmyndar á efnahagsstjórnmál landsins fjallar hann um hrunið og áhrif þess og afleiðingar á samfélagið.
Dagskrá fundar að loknu erindi Eiríks:
1. Setning fundar, kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári
3. Ársreikningur félagsins
4. Ákvörðun félagsgjalds
5. Kosning stjórnar
6. Kosning endurskoðenda
7. Önnur mál.